Read Sofðu ást mín by Andri Snær Magnason Online

sofu-st-mn

Barn í Lapplander-jeppa leitar að griðastað fyrir randaflugu uppi á hálendinu, ungur maður leitar að orði sem nær yfir ástina, nýbakaður faðir fer í pílagrímaferð til Lególands og allir draumar rætast þegar fjárfestir kaupir sér risaeðlu og heldur einkapartí með Duran Duran.Sofðu ást mín geymir sjö raunsæjar og persónulegar sögur eftir Andra Snæ Magnason. Saman mynda þær eBarn í Lapplander-jeppa leitar að griðastað fyrir randaflugu uppi á hálendinu, ungur maður leitar að orði sem nær yfir ástina, nýbakaður faðir fer í pílagrímaferð til Lególands og allir draumar rætast þegar fjárfestir kaupir sér risaeðlu og heldur einkapartí með Duran Duran.Sofðu ást mín geymir sjö raunsæjar og persónulegar sögur eftir Andra Snæ Magnason. Saman mynda þær einlægan streng sem fyllir upp í óvenju fjölbreytt höfundarverk hans....

Title : Sofðu ást mín
Author :
Rating :
ISBN : 9789979337256
Format Type : Hardcover
Number of Pages : 139 Pages
Status : Available For Download
Last checked : 21 Minutes ago!

Sofðu ást mín Reviews

 • Karl Hallbjörnsson
  2019-05-18 23:12

  Æ og ó hvað mér fannst þessi bók falleg. Sérstaklega smásagan „Hamingjusagan". Hún var voðalega góð og fín. Endilega lesið hana.

 • Andrea
  2019-05-09 22:16

  4,5 ⭐️Margar skemmtilegar og fallegar sögur. Eiginlega allar! Fæ alltaf smá sting að lesa um framhjáhald en þess vegna varð ég svo heilluð af Hamingjusögunni. Það er svo gaman að lesa texta eftir Andra Snæ sem fjalla um umhverfismál. Svo hispurslaust og vekur mann til umhugsunar. Fyrsta smásagnaritið eftir Andra Snæ sem ég hef lesið og þetta olli ekki vonbrigðum. Ekki skemmir hvað bókin er falleg (og viðeigandi)

 • Hákon Gunnarsson
  2019-04-22 19:39

  Þetta er stutt smásagnasafn, en það tók mig talsverðan tíma að komast af stað inn í það. Mér fannst "Hamingjusaga" best. Hún er vel uppbyggð með skemmtilegum enda. Hinar sex voru misjafnar, sumar góðar, aðrar síðri. Þetta er vel skrifað, en er langt frá því að toppa Lovestar.

 • Dísa
  2019-05-01 00:30

  Andri er meistari á sviðum fagurbókmenntana, hann er einn af þeim fáu sem ennþá skrifa um hversdagrómansinn og tekst það líka svona vel. Hversdagsrómans er mikilvæg stefna vegna þess að hún kennir okkur að meta það sem við höfum, er ekki nægjusemi dyggð?Persónur bókarinnar eru venjulegar manneskjur oftar en ekki í óvenjulegum aðstæðum. Lýsingar Andra eru bráðfyndar og honum tekst það sem fáir geta leikið eftir, að skrifa fljáglega um rómantík án þess að verða klisjukenndur.

 • Börkur Sigurbjörnsson
  2019-04-26 21:42

  Stórskemmtilegar sögur frá Andra Snæ.

 • Sara Hlín
  2019-05-14 20:35

  Stórfínar sögur en misgóðar. Líður pínu eins og sögurnar séu það persónulegar að Andri hafi stundum misst sig í smáatriðum sem skipta hann máli en eru ekki endilega að gera neitt fyrir lesandann. Andri er engu að síður algjör snillingur og ég elska bækurnar hans og þessa ekki síður en hinar. Sofðu ást mín og Randaflugan í uppáhaldi hjá mér.

 • Magnús Hafsteinsson
  2019-04-24 23:41

  Mjög flott bók og eiguleg. Vel samdar sögur og ekki hægt að gera upp á milli þeirra.

 • Rebekka Sif
  2019-05-05 00:14

  Yndislegt smásagnasafn.

 • Margrét Tryggvadóttir
  2019-04-22 20:25

  Saga heillar kynslóðar.

 • Björn
  2019-05-02 22:37

  Ég hafði gaman af þessari bók. Þetta eru fáar sögur og stuttar, það er misjafn taktur í þeim en þær stíga allar létt af síðunni. Umfjöllunarefnin eru ekki endilega léttvæg, þarna skrifar Andri um heiðarvegi, yfirvofandi kjarnorkuárásir, sjálfsmorð, misþyrmingu á dýrum og það sem er í geldri kurteisi kallað "óbeislaður kapítalismi". Önnur síðasta sagan stingur dálítið í stúf, þar sem hún reynir að segja sögu um miðaldra hamingju og heilbrigt hjónaband. En hún er að forminu til brandari, og getur eiginlega ekki annað, vegna þess að þessi umfjöllunarefni eru ekki góður sögumatur.Síðasta saga bókarinnar er mun betri túlkun á hamingjunni, eða minningum og reynslu sem skapa hamingju, en hún fjallar líka um dauðann. Engin ást án missis og svo framvegis. En þá er spurning hvernig maður rammar það inn, og Andri Snær gerir það einstaklega vel -- að mínu mati.Venjulega myndi ég segja að það væri óþarfi í svona umfjöllun að taka það fram, að eitthvað sé svona og svona 'að mínu mati'. Þetta er allt að mínu mati. En nú velti ég því fyrir mér hvort undirstöður þessa mats hafi breyst eitthvað uppá síðkastið, eða hvort ég sé samur og veröldin breytt. Um leið og ég fíla þessa bók svona sérstaklega vel ligg ég á maganum, spólandi í fyrstu sögum Allt fer, eftir Steinar Braga. Heilt yfir hef ég fílað allt það sem ég hef lesið eftir Steinar Braga hingaðtil, og Allt fer sýnist mér ekki vera neinskonar frávik á hans ferli. En það má vera að sú sýn sem hann bregður upp af veröld og fólki sýni mér ekkert lengur. Ég bíð bara eftir að komast út. Er ég búinn að Steinar Braga yfir mig? Eða hvað liggur undir þegar veröldin er þegar glötuð? Enginn missir án ástar og svo framvegis.Ég ætlaði samt ekki að egna þessum tveimur bókum saman. Það var bara uppljómandi fyrir mig að sjá þær svona hlið við hlið.Ekki síst vegna þess að, alveg einsog ég hef verið svav fyrir Steinari Braga, þá hef ég ákveðna fordóma fyrir Andra Snæ. Það er að segja, þrátt fyrir að hann hafi skrifað Draumalandið og Söguna af bláa hnettinum og LoveStar þá hefði ég ekki búist við jafn stuðandi mynd af fyrirhruns-fjármálageðveikinni frá honum og kemur fram í þremur uppistöðusögum þessarar bókar. More fool me. Sú þriðja í röðinni, sem segir frá einu kvöldi í lífi eiginkonu fjármálajöfurs á fertugsaldri, minnti mig meira en lítið á The Wolf of Wall Street. En henni tekst að sneiða hjá gildrunni sem Scorcese lenti í, sem er að gera dýrið brjóstumkennanlegt. Engin saga án missis og enginn missir án ástar, en ég þarf ekki að vita hvernig úlfinum líður til að skilja þá sem hann bítur.Sögurnar eru áhrifaríkar einmitt ekki síst vegna þess að þær eru stuttar og kunna að sleppa takinu. Andri hefur sagt, að mig minnir, að sumar sagnanna hafi verið með honum lengi. Það hefur amk. ekki orðið til þess að hlaða utaná þær. Það er sprettur í þessu safni, það er létt og skarpt og titrar á dimmri tíðni, en heimurinn er ekki þegar glataður, hann liggur ennþá undir.

 • Hólmfríður Bjarnardóttir
  2019-05-16 18:31

  Fyrsta sagan var ekki best. En ágæt. Síðan urðu þær eiginlega bara betri og betri. Það pirraði mig samt smá að í tveimur sögum notar hann sömu líkingarnar (Keilir og rautt í hvítan þvott), hann hefði getað sleppt því. Annars þá er ég bara mjög ánægð með þessar sögur og ánægð með að hafa reynt að „þröngva" þeim upp á fólk í jólabókaflóðinu í Eymundsson. Mæli með.